Allt að gerast!!!

Jæja, þá er mín loksins að fara að geta sest almennilega við saumavélina. Litli kútur að byrja hjá dagmömmu og þá er ekkert annað að gera en að sauma frá 8-3 og koma sér upp smá lager. Orðin alveg tóm eftir jólin og það og hef ekki undan að klára pantanir, svo að það verður gott að koma smá lager á svæðiðGrin Ekki mikið hægt að gera með lítinn orm hangandi í fótunum allan daginn.

Það er eitthvað vesen búið að vera með símann hjá mér svo að ég hef því miður ekki náð að svara öllum sem hringt hafa, en ég bendi ykkur aftur á að senda mér þá líka bara fyrirspurnir á mailið, kíki reglulega þar inn. (vill helst ekki gefa upp meiri upplýsingar um símanúmer og búsetu hérWink)

Hér fylgir svo ein mynd með af vængjapeysunum sem að ég er að gera líka ásamt öðru.

Peysa með vængjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá loksins myndir. Þetta er allt rosa flott sem að þú ert að gera Er að vinna með einni sem að fékk hjá þér kápu og peysu (þessa úr ullinni sem að maður leggur yfir axlirnar), og mig langar líka Get ég pantað hér eða legg ég beint inn pöntun á pósthólfið hjá þér??

Væri æði að fá að koma og sjá hjá þér og máta.

Kveðja Agnes 

Agnes (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Halla Rut

IÐUNN er sérstaklega gott nafn á þig mín kæra.

Halla Rut , 6.2.2008 kl. 01:42

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég sé að þú ert að gera spennandi hluti...... væri gaman að sjá betur og máta og soleis.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.2.2008 kl. 09:07

4 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Vá, ekkert smá flott hjá þér, var að skoða myndirnar og líst alveg ljómandi vel á þetta hjá þér

Bjarney Hallgrímsdóttir, 6.2.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ferlega flott Sonja! Er búið að verðleggja?

Laufey Ólafsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband